Fundargerð - 07. apríl 2006

Föstudaginn 7. apríl 2006 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 81. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt Elvari Árna Lund sveitarstjóra Öxafjarðar.  Engir áheyrnarfulltrúar mættu.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1.  Sveitarstjóri.

Elvar Árni Lund mætti á fundinn skv. beiðni sveitarstjórnar Hörgárbyggðar til viðræðna vegna afleysingar fyrir Helgu í veikindum hennar. Elvar er tilbúin að taka að sér allt að 20 - 25 % starfshlutfall í tvo mánuði. Launin miðast við þau laun sem hann er á í dag, ásamt akstri skv. bók. Sveitarstjórn samþykkti að ganga til samninga við Elvar á þeim forsendum.

 

2.  Fundargerðir.

a)  Aukafundur sveitarstjórnar frá 27.03.2006.  Fundargerðin afgreidd án athugasemda

b) Fundargerð framkvæmdanefndar ÞMS frá 23.03.2006, ásamt starfslýsingu húsvarðar.  Fundargerðin og starfslýsing húsvarðar voru ræddar og síðan afgreidar án athugasemda.

c)    Minnispunktar frá samráðsfundi á Grenivík 27.03.2006, lagt fram til kynningar.

d)  Fundargerð fjallskilanefndar frá 27.03.2006, fundargerðin afgreidd án athugasemda.

e)   Byggingarnefndar frá 23.03.2006.  Eitt erindi var tengt Hörgárbyggð þ.e. að Bygginganefnd hefur samþykkt erindi Dagsbrúnar hf. sem hefur gert samkomulag við eiganda jarðarinnar Engimýrar um að reisa lítið mastur fyrir loftnet í landi Engimýrar. Búið var að samþykkta umrædda uppsetningu í sveitarstjórn. Fundargerðin var síðan afgreidd án athugasemda.

 

3.  Skipulag

a)  Frá Grýtubakkahreppi.  Verið er að kynna tillögu að breytingu á svæðisskipulagi vegna svæðis fyrir frístundabyggð í landi Sunnuhvols, Dals og Grenivíkur, Suður-Þingeyjarsýslu. Óskað er eftir skriflegum athugasemdum fyrir 12. apríl 2006. Hvert það sveitarfélag, sem ekki gerir athugasemd við breytinguna fyrir þann tíma telst hafa samþykkt tillöguna. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar gerir ekki athugasemdir við nefnda tillögu.

b)  Deiliskipulag Steðji.  Auglýsa þarf að nýju deiliskipulag á Steðja vegna orðalagsbreytinga. Sveitarstjórn var kynnt breytingin og var oddvita og sveitarstjóra falið að afgreiða málið.

c)   Frá Gámaþjónustunni.  Gámaþjónusta Norðurlands óskar eftir að vita í hvaða farvegi lóðaumsókn þeirra er, en Gámaþjónustan hefur sótt um stóra iðnaðarlóð í Hörgárbyggð. Ákveðið var að benda Gámaþjónustunni á að skoða þann kost hvort ekki sé hægt að fá lóð hjá Valdísi Jónsdóttir í Hraukbæjarkoti.

d)  Erindi frá Þresti Þorsteinssyni um að fá leyfi fyrir byggingu fjóss skv. meðfylgjandi uppdrætti af byggingareit. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki skipulagsnefndar, vegagerðarinnar, ásamt samþykki íbúanna á Moldhaugum 2. Erindinu að öðru leyti vísað til skipulagsnefndar.

 

4.   Afrit af bréfi frá Landbúnaðarráðuneyti til eigenda Skipalóns í Hörgárbyggð.

Þar kemur fram að hæstaréttardómur hefur fallið um að malartekja í landi Skipalóns, sem þar hefur verið stunduð um árabil, sé ólögmæt. Óskað hefur verið eftir að sýslumaðurinn á Akureyri kanni hvort umrædd starfsemi sé enn í gangi og ef svo væri, yrði efnistakan stöðvuð. Ráðuneytið beinir því hér með til eigenda Skipalóns að nú þegar verði gengið frá umræddu svæði að höfðu samráði við sveitarfélagið og að fenginni umsögn frá Umhverfisstofnun, enda ósasvæði Hörgár á náttúru-minjaskrá. Sveitarstjóra falið að óska eftir umsögn Umhverfisstofnunar og afgreiða málið.

        

5.  Leikskóli- Teikningar.

     a)  Lagðar fram að nýju óbreyttar teikningar að stækkun Leikskólans á Álfasteini. Sveitarstjórn er ekki fullkomlega sátt við teikningar og var sveitarstjóra falið að ræða málin við Þröst hjá Opus.        

       b)  Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Vísað er til erindis Hörgárbyggðar dags. 4. mars 2006, þar sem óskað er eftir framlagi frá Jöfnunarsjóði á grundvelli f-liðar 1. gr. sbr. b-lið 3. gr. reglna nr. 295/2003, um fjárhagslega aðstoð sjóðsins til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga vegna nauðsynlegra framkvæmda við stækkun leikskólans á Álfasteini. Þótt að úthlutun úr Jöfnunarsjóði vegna framlags til Hörgárbyggðar á grundvelli reglana nr. 295/2003 hafi runnið út í árslok 2005 óskar Jöfnunarsjóður eftir eftirfarandi gögnum, þar sem fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir lágu fyrir í árslok 2005:

°           Málsettar teikningar af fyrirhugaðri viðbyggingu leikskólans 

°           Kostnaðaráætlun sem sundurliðuð hefur verið á verkþætti

°           Upplýsingar um fjölda barna sem samtímis eru á leikskólanum

°           Upplýsingar um fjölda þeirra barna sem sækja leikskólann úr 

             öðrum sveitarfélögum

°           Stutt greinargerð um framkvæmdamáta

 

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar fagnar því að stjórn Jöfnunarsjóðs ætli að skoða það hvort ekki sé hægt að veita framlag úr sjóðnum vegna byggingaframkvæmdanna og er sveitarstjóra falið að afla umbeðinna gagna og senda Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir 18. apríl 2006, en sjóðsstjórn hefur í hyggju að taka fyrir að nýju erindi Hörgárbyggðar á fundi sínum þann dag.

     c)  Verktakar.

Oddviti upplýsti um stöðu mála.

 

6. Frumvarp frá Samgöngunefnd.

Samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar hjálagða tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu héraðsvega og er óskað eftir svari og/eða athugasemdum fyrir 10. apríl 2006. Sveitarstjóra falið að afgreiða erindið.

 

7.  Kynning á framlögum úr Jöfnunarsjóði 2005 og 2006.

Framlag 2005 er kr. 66.127.761 og áætlað framlag 2006 er kr. 58.150.490 mismunurinn er kr. 7.977.271.

 

8. Reikningar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2005.

Framlag Hörgárbyggðar til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2005 er v/ íbúanna kr. 185.366 og v/fyrirtækjanna kr. 561.035 eða samtals kr. 746.401. Fyrirtækin endurgreiða svo sveitarsjóði framlagið.

 

9.   Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Gloppu ehf. þ.e. beiðni um endurnýjun til fjögurra ára.

Sveitarstjórn samþykkir vínveitingaleyfi til Gloppu ehf. til næstu fjögra ára og er sveitarstjóra falið að afgreiða málið.

 

10.  Félagsmálaráðuneytið er búið að staðfesta breytinguna á samþykktum Hörgárbyggðar um að fækka sveitarstjórnarmönnum um tvo þ.e. úr sjö í fimm í næstu sveitarstjórnarkosningum.

 

Ákveðið var að kjörfundur verður haldin í Þelamerkurskóla 27. maí 2006.

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 23:10