Fundargerð - 06. febrúar 2014

Fimmtudaginn 6. febrúar 2014 kl. 10:00 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Elisabeth J. Zitterbart, Bragi Konráðsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Karólína Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi, starfsmaður fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar, gerði grein fyrir reglum Akureyrarbæjar um „Notendastýrða persónulega aðstoð„ (NPA). Rætt um hvort tilefni er til að settar verði samskonar reglur fyrir sveitarfélagið.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að settar verði reglur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir sveitarfélagið, sem taki mið af reglum Akureyrarbæjar um slíka þjónustu.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 11:30.