Fundargerð - 06. desember 2006

Miðvikudaginn 6. desember 2006 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 8. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006

Endurskoðuð fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að tekjur aðalsjóðs (skatttekjur og vaxtatekjur) hækki samtals um kr. 4.369.000, gjöld aðalsjóðs hækki um kr. 13.713.000 gjöld eignasjóðs hækki (nettó) um kr. 26.533.000 og tekjur fráveitu hækki um kr. 445.000 þús.

 

2. Álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2007

Bréf, dags. 28. nóv. 2006, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á tilkynningarskyldu um ákvörðun á útsvarsprósentu fyrir tekjuárið 2007. Sveitarstjórn ákvað að útsvarsprósentan fyrir árið 2007 verði óbreytt frá árinu 2006, þ.e. 13,03%.

 

3. Álagningarhlutföll fasteignagjalda fyrir árið 2007

Lögð fram drög að tillögu að álagningarhlutföllum fasteignagjalda fyrir árið 2007 og drög að reglum um afslátt á fasteignaskatti fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Sveitarstjórn ákvað að álagningarhlutföll fasteignaskatts skv. a-lið og c-lið á árinu 2007 verði þau sömu og á árinu 2006, þ.e. A-gjald 0,40% og C-gjald 1,40% af fasteignamati. Skv. lögum verður fasteignaskattur skv. b-lið 0,88% af fasteignamati. Ákveðið var að álagningarhlutfall holræsagjalda á árinu 2007 verði það sama og á árinu 2006, þ.e. 0,18% af fasteignamati. Afsláttur elli- og örorkuþega af fasteignaskatti verði að hámarki kr. 30.000 vegna eigin íbúðar, auk allt að kr. 10.000 tekjutengds viðbótarafsláttar, sbr. sérstakar reglur þar um. Vatnsgjald verður áfram innheimt fyrir Norðurorku hf. eins og á árinu 2006.

 

 

4. Fundargerð stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar, 23. nóv. 2006

Fundargerðin er í tveimur liðum. Þar kemur fram að forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar hefur sagt starfi sínu lausu. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar þakkar Helga Jóhannssyni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Fundargerðin að öðru leyti afgreidd án athugasemda.

 

5. Fjárhagsáætlun Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk fyrir árið 2007, fyrri umræða

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir árið 2007.

 

6. Fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla, 30. nóv. 2006

Fundargerðin er í fjórum liðum. Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

7. Fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla fyrir árið 2007, fyrri umræða

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla fyrir árið 2007.

 

8. Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2007, fyrri umræða

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Hörgárbyggðar fyrir árið 2007.

 

9. Fundargerð fjallskilanefndar, 23. nóv. 2006

Fundargerðin er í fjórum liðum. Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

10. Sauðfjársjúkdómar, stofnun samráðsnefndar sveitarfélaga

Lagðar fram skýrslur, frá Ármanni Gunnarssyni og Guðmundi Skúlasyni, um fund sem haldinn var 15. nóv. 2006 um stofnun samráðsnefndar sveitarfélaga frá Skjálfandafljóti að Vatnsskarði um varnir gegn sauðfjársjúkdómum. Skv. skýrslu Ármanns var ákveðið að efna til funda um málið fyrir smalamennskur næsta haust. Lagt fram til kynningar.

 

11. Vélaver hf., fyrirspurn um lóð

Bréf, dags. 30. nóv. 2006, frá Vélaveri hf., þar sem óskað er eftir formlegum svörum um iðnaðar- og athafnalóð við Blómsturvallaveg. Sveitarstjóra var falið að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

 

12. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, aðild Grímseyjarhrepps

Bréf, dags. 24. nóv. 2006, frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, þar sem óskað er eftir samþykki fyrir aðild Grímseyjarhrepps að AFE, sbr. samþykktir félagsins. Sveitarstjórn býður Grímseyinga velkomna í félagið fyrir sitt leyti.

 

13. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 8. nóv. 2006

Fundargerðin er í þrettán liðum. Lögð fram til kynningar.

 

14. Fundargerð stjórnar Minjasafnsins, 22. nóv. 2006

Fundargerðin er í þremur liðum. Lögð fram til kynningar. 

 

15. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 23. nóv. 2006

Fundargerðin er í fjórum liðum. Lögð fram til kynningar.

 

16. Fundargerð kjörstjórnar, 27. nóv. 2006

Fundargerðin er í einum lið. Lögð fram til kynningar.

 

17. Umhverfisstofnun, minkaveiðiátak

Bréf, dags. 6. des. 2006, frá Umhverfisstofnun um tilnefningu lykilsveiðimanns fyrir Hörgárbyggð vegna minkaveiðiátaks. Sveitarstjóra falið að afgreiða málið.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 24:00