Fundargerð - 04. júní 2013

Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, Bernharð Arnarson, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Halldóra Vébjörnsdóttir. Auk þess voru á fundinum Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, auk Hjalta Jóhannessonar, sveitarstjóra, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Verklag við styrkbeiðnir og styrkveitingar

Á fundi sveitarstjórnar 17. mars 2013 var samþykkt að vísa beiðni um styrk til þátttöku á heimsleikum unglinga 2013 í Gautaborg 28.-30. júní 2013 til menningar- og tómstundanefndar, sem móti stefnu um meðferð styrkbeiðna vegna þátttöku í íþróttamótum.

Menningar- og tómstundanefnd telur almennt rétt að sveitarfélagið styrki fyrst og fremst starfsemi frjálsra félaga en það sé síðan ákvörðun viðkomandi félaga með hvaða hætti þau styrki sína iðkendur eða félagsmenn. Sveitarstjóra var falið útfæra nánar verklagsreglur í samræmi við umræður á fundinum.

 

2. Stefna í menningarmálum á starfssvæði Eyþings 2013-2020

Á fundi sveitarstjórnar 15. maí 2013 var samþykkt að vísa til menningar- og tómstundanefndar bréfi frá Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, menningarfulltrúa Eyþings, dags. 29. apríl 2013 ásamt drögum að stefnumótun í menningar­málum á starfssvæði Eyþings sem unnin er sem hluti af svæðisbundinni sóknaráætlun 2020.

Menningar- og tómstundanefnd fagnar þeim drögum sem fram eru komin og samþykkti að fela menningar- og atvinnufulltrúa að gera þær athugasemdir við stefnumótunina sem ræddar voru á fundinum. Þá samþykkt nefndin að hefja undirbúning að mótun menningarstefnu fyrir Hörgársveit.

 

3. Miðaldadagar á Gásum

Menningar- og atvinnufulltrúi greindi frá því að Miðaldadagar á Gásum verða haldnir í 10. sinn dagana 19.-21. júlí næstkomandi og upplýsti um stöðu undir­búnings fyrir þá. Meðal annars kom fram að sjálfboðaliðar frá SEEDS munu koma til að aðstoða á svæðinu kringum Miðaldadaga. Þá gerðu formaður og menningar- og atvinnufulltrúi grein fyrir ýmsum hugmyndum um langtímauppbyggingu á Gásum.

Umræður.

 

4. Hraun í Öxnadal

Hanna Rósa Sveinsdóttir gerði grein fyrir hluthafafundi í Hraun í Öxnadal ehf. sem haldinn var 26. maí síðastliðinn. Þar var kosin ný fimm manna stjórn fyrir félagið, þau Hanna Rósa Sveinsdóttir, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Guðmundur Sigvaldason, Guðrún Kristinsdóttir og Þorsteinn Rútsson.

Umræður.

 

5. Sæludagur í Hörgársveit

Menningar- og atvinnufulltrúi sagði frá undirbúningi Sæludags í Hörgársveit sem verður haldinn 3. ágúst næstkomandi. Fram kom að sjálfboða­liðar frá SEEDS munu aðstoða við undirbúninginn.

Umræður.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:15.