Fundargerð - 03. mars 2008

Fundur haldinn í skólanefnd 3. mars klukkan 16:30

1) Ingileif kynnti vinnu við að mynda skólastefnu fyrir Þelamerkurskóla. Mikil og góð vinna hefur verið í gangi  og nauðsynlegt að halda þeirri vinnu áfram. Stefnt er að því að halda sameiginlegan vinnudag með kennurum, sveitarstjórnum, foreldrafélagi, foreldraráði og skólanefndinni ásamt þeim foreldrum eða íbúum sveitarfélaganna sem áhuga hafa á að taka þátt í slíkri vinnu. Við endurskoðun skólanámskrár Þelamerkurskóla verður svo afrakstur vinnudagsins hafður til hliðsjónar.

2) Skóladagatal 2008-2009 lagt fram til kynningar og samþykkt án athugasemda. Kennsludagar verða 180 á næsta skólaári. Skólanefndin mælist til þess að skólinn byrji á réttum tíma eftir frí það er klukkan 8:30 eins og aðra daga og að samræmi sé á milli starfsdaga skólans og leikskólans eins og kostur sé.

3) Rætt um hvort breyta eigi tímasetningu árshátíðarinnar og færa hana yfir á haustönn. Skólanefndin komst að þeirri niðurstöðu að gaman sé að halda í vissar hefðir og sér því ekki ástæðu til að breyta tímasetningu hennar að svo stöddu.

4) Skólanefndin vill koma á framfæri hamingjuóskum til krakkanna sem tóku þátt í Skólahreysti 2008  fyrir frábæran árangur.

Fleira ekki rætt og fundi slitið klukkan 18:00