Fundargerð - 03. maí 2006

Miðvikudaginn 3. maí 2006 kl. 19:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 82. fundar í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt Elvari Árna Lund sveitarstjóra Öxafjarðar. 4 áheyrnarfulltrúar mættu við opnun tilboða í skólaakstur við ÞMS.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 

Varamaður fyrir Klæng Stefánsson sat allan fundinn þ.e. Ingibjörg Stella Bjarnadóttir.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

Efni fundarins:

 

1.  Opnun útboða í skólaakstur.       

5 tilboð bárust frá 4 aðilum í leiðina Skógarhlíð-Bitra-Moldhaugar-ÞMS.

            Frá Birni Pálssyni fh. Fjallatrukka ehf kr. 229 pr. km.

            Frá Óskari Stefánssyni fh. Bíla og fólks ehf. Kr. 246 pr. km.

            Frá Bergþóri Erlingssyni fh. Norðurleiðar kr. 249 pr. km.

            Frá Klængi Stefánssyni kr. 244 pr. km.

Tilboð 2 frá Óskari Stefánssyni fh. Bíla og fólks ehf. kr. 274 pr. km

            5 tilboð bárust frá 4 aðilum í leiðina Eyrarvík-Tréstaðir-ÞMS.

            Frá Birni Pálssyni fh. Fjallatrukka ehf kr. 199 pr. km.

Frá Óskari Stefánssyni fh. Bíla og fólks ehf. Kr. 179 pr. km.

            Frá Bergþóri Erlingssyni fh. Norðurleiðar kr. 195 pr. km.

            Frá Klængi Stefánssyni kr. 181 pr. km.

Tilboð 2 frá Óskari Stefánssyni fh. Bíla og fólks ehf. kr. 223 pr. km

5 tilboð bárust frá 4 aðilum í leiðina Engimýri-Þelamörk-ÞMS

            Frá Tryggva Sveinbjörnssyni fh. Sportrútunnar ehf kt. 680504-

             5040 kr. 135.pr. km.

            Frá Sigurði B. Gíslasyni kr. 132 pr. km.

            Frá Birni Pálssyni fh. Fjallatrukka kr. 199 pr. km.

Frá Óskari Stefánssyni fh. Bíla og fólks ehf. kr. 192 pr. km.

Tilboð 2 frá Óskari Stefánssyni fh. Bíla og fólks ehf. kr. 223 pr. km.

4 tilboð bárust frá 3 aðilum í leiðina Búðanes-Björg-ÞMS

            Frá Tryggva Sveinbjörnssyni fh. Sportrútunnar ehf kt. 680504-

             5040 kr. 150 pr. km.

            Frá Sigurði Skúlasyni kr. 175 pr. km.

            Frá Óskari Stefánssyni fh. Bíla og fólks ehf. kr. 237 pr. km

Tilboð 2 frá Óskari Stefánssyni fh. Bíla og fólks ehf. Kr. 279 pr. km

 

2.  Umfjöllun um tilboð í skólaakstur.

Ákveðið var að taka tilboði Sigurðar B. Gíslasonar í akstursleiðina Engimýri-Þelamörk-Þelamerkurskóli þ.e. 132 kr. pr. km. að því gefnu að hann standi við tilboð sitt.

Ákveðið var að taka tilboði Sigurðar Skúlasonar  í akstursleiðina Búðarnes-Björg-Þelamerkurskóli þ.e. 175 kr. pr. km. að því gefnu að hann standi við tilboð sitt.

Ákveðið var að taka tilboði Björns Pálssonar í akstursleiðina Skógarhlíð-Birta-Moldhaugar-ÞMS þ.e. 229 kr. pr. km. að því gefnu að hann standi við tilboð sitt.

Ákveðið var að taka tilboði Klængs Stefánssonar í akstursleiðina Eyrarvík-Tréstaðir-ÞMS þ.e. 181 kr. pr. km. að því gefnu að hann standi við tilboð sitt.

 

3.  Leikskóli.

Þröstur Sig. kom á fundinn kl. 20:30. Hugrún Hermannsdóttir leikskólastjóri mætti einnig undir þennan lið.

Tvennar teikningar af breytingum á Leikskólanum á Álfasteini voru lagðar fram. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar ákvað að teikning nr. 2 að T5 skjali, væri sú teikning sem sveitarstjórnarmenn væru ásáttir með. Þresti Sigurðssyni var falið að fullvinna teikninguna svo hægt væri að leggja hana fyrir Bygginganefnd. Einnig að hægt væri að fara að afla tilboða í framkvæmdir. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

4. Fundargerðir:

a.  Fundargerð Framkvæmdanefndar ÞMS frá 23.03.2006.  Var afgreidd á fundi sveitarstjórnar 7. apríl 2006 án athugasemda.  

b.  Fundargerð Framkvæmdanefndar ÞMS frá 21.04.2006. Fundargerðin yfirfarin og afgreidd án athugasemda.  

c.  Fundargerð Framkvæmdanefndar ÞMS frá 27.04.2006.         Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

d.  Starfslýsing húsvarðar eftir breytingar frá Arnarneshreppi var lögð fram og yfirfarin.  Starfslýsingin var síðan samþykkt samhljóða.  

e.   Fundargerð Byggingarnefndar frá 25.04.2006.  Eitt erindi var samþykkt er varðar Hörgárbyggð þ.e. að Fasteignir Akureyrarbæjar fengu leyfi fyrir breytingum á Litlu-Skemmu á lögbýlinu Syðri-Skjaldarvík. Húsið á að nýta í tengslum við starfsemi í Miðvík og fyrir Hlíðarskóla.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar afgreiddi fundargerðina án athugasemda.

f.  Fundargerð Héraðsráðs frá 08.02.2006.  Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

g.  Fundargerð Héraðsráðs frá 19.04.2006.  Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

h.  Fundargerð Minjasafnsins frá 01.02.2006.  Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

i.  Fundargerð Almannavarnarnefndar frá 13.03.2006.  Lögð fram til kynningar.

j. Fundargerð 90. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandsvæðis eystra frá 13.03.2006. Fundargerðin afgreidd án athugasemda 

k.  Fundargerð Fjallskilanefndar frá 27.04.2006.  Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

5.  Vinnuskóli.

Sveitarstjóra falið, í samvinnu við starfsmann skrifstofu Hörgárbyggðar, að vinna könnun um það hvað margir unglingar hafa áhuga á að vinna við vinnuskólann, áður en ákvörðun verður tekin um það hvort hann verði starfræktur. Ef nægjanlegur fjöldi sækir um þ.e. a.m.k. 5  unglingar þá verður starfræktur vinnuskóli. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu. Einnig var ákveðið að auglýsa eftir starfsmanni fyrir vinnuskólann í næsta dreifibréfi.

 

6.  Sparisjóður Norðlendinga.

Á aðalfundi Spsj. Norðlendinga 30. mars 2006 var samþykkt að ganga til stofnfjáraukninga í sjóðnum. Í samræmi við það er samþykkt að gefa úr stofnfjárbréf í Spsj. Norðlendinga kr. 6.031.400 að söluverði og fjölga með því, stofnfjárhlutum um helming þ.e. úr 100 hlutum í 200 hluti. Til samræmis við framangreint var samþykkt að Hörgárbyggð nýti sér forkaupsrétt sinn að fullu. Oddvita falið að ganga frá málinu.

 

7.  Styrktarbeiðni. 

    a.  Frá Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra barna vegna útgáfu á félagsblaði SKB.  Samþykkt að styrkja félagið um kr. 5.000.  

      b.  Sjálfsbjörg- Landssamband fatlaðra.

Þar er verið að bjóða til kaups pakka sem í eru 5 blokkir og 5 pennar og er verðið kr. 3.600 pakkinn. Erindinu var hafnað.

 

8.  Skógrækt í Dagverðartungu.

Samningur um skógræktarsvæði í Dagverðartungu var samþykkur samhljóða.

 

9.  Trúnaðarmál.

 

10.  Samningsumboð.

Sveitarstjórn samþykkti að fela Launanefnd Sveitarfélaga að fara með samningsumboð fyrir Hörgárbyggðar við stéttarfélag Iðjuþjálfafélag Íslands og Matvís.

 

Rætt var um skilgreiningu á KB bankahúsinu, fastanúmer 226-6613 í Tréstaðaland landnúmer 195592 í Fasteignamatinu.  Sveitarstjóra falið að skrifa KB banka bréf og óska eftir greinagóðum upplýsingum á því með hvaða hætti umrætt hús er nýtt, en KB banki hefur ekki verið sáttur við álagningu fasteignagjalda. Málið verður skoðað í framhaldinu.

 

Næsti fundur sveitarstjórnar er áætlaður 10. maí kl. 20:00 í ÞMS.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:25