Fundargerð - 03. febrúar 2010

Miðvikudaginn 3. febrúar 2010, kom hreppsnefnd Arnarneshrepps saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir aðalmenn voru mættir.

Jón Þór Brynjarsson ritaði fundargerð.

Fundurinn hófst kl. 20:00.

Oddviti setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Fundargerð frá fjallskilanefnd Hörgárbyggðar og fjallskilastjóra Arnarneshrepps frá 11. jan. sl.

Lagt fram til umræðu og kynningar.

 

2. Fundargerð frá 6. fundi samstarfsnefndar um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar frá 25. janúar sl.

Lagt fram til umræðu og kynningar.

 

3. Sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, álit samstarfsnefndar, fyrri umræða

Lögð fram fundargerð sameiginlegs vinnufundar sveitastjórna Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar frá 28. janúar 2010. Þá var lagt fram til umræðu greinargerðin „Málefnaskrá og áhersluatriði" um sameiningu sveitarfélaganna, sbr. 90. gr. sveitarstjórnarlaga. Greinargerðin er samhljóða þeim drögum sem lögð voru fram á vinnufundinum 28. janúar 2010. Niðurstaða hennar er að kosningar fari fram um sameiningu sveitarfélaganna.

Fundargerðin var rædd og afgreidd. Að loknum umræðum um álit samstarfsnefndarinnar var því vísað til síðari umræðu.

 

4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, varðandi skipulagsbreytingar í landi Þrastarhóls

Lagt fram til kynningar.

 

5. Héraðsnefnd Eyjafjarðar, fundargerð skilanefndar frá 13. janúar sl.

Fundargerðin er í 4 liðum. Liður 1 fjallar um niðurlagningu á Héraðsnefnd Eyjafjarðar og þar kemur fram að skilanefndin hefur undirritað ársreikninginn og sent viðkomandi sveitarfélögum til staðfestingar.

Fundargerðin lögð fyrir og samþykkt ásamt meðfylgjandi ársreikning.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 21:00