Fundargerð - 03. desember 2009

Fimmtudaginn 3. desember 2009 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 15:00.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Frímiðar í sund

Farið yfir nýtingu á frímiðum í sund sem gefnir voru út í desember 2008 í tilefni þess að sundlaugin opnaði aftur eftir endurbætur hennar. Alls hafa 620 frímiðar verið notaðir af 1.128 miðum sem gefnir voru út.

Samþykkt var að hvort sveitarfélagið um sig greiði fyrir þá miða sem koma úr hvoru sveitarfélagi.

 

2. Um leigu á íþróttatímum til Smárans

Lagt fram bréf, dags. 8. nóvember 2009, frá Umf. Smáranum þar sem óskað er eftir að felld verði niður leiga vegna íþróttatíma á vegum félagsins í Íþróttamiðstöðinni.

Samþykkt var að hafna beiðninni, en jafnframt að beina því til sveitarstjórnanna að hækka þá rekstrarstyrki sem ungmennafélagið hefur fengið.

 

3. Fjárhagsáætlun fyrir árir 2010

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir árið 2010. Skv. þeim er gert ráð fyrir að framlög sveitarfélaganna til rekstursins á árinu verði 9.249 þús. kr.

Stjórnin leggur til við sveitarstjórnirnar að framlögð drög verði samþykkt.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00