Fundargerð - 03. desember 2009

Fimmtudaginn 3. desember 2009 kl. 16:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Menntamálaráðuneyti, eftirlit með skólahaldi

Lagt fram bréf, dags. 24. nóvember 2009, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, þar sem gerð er grein fyrir eftirliti ráðuneytisins með skólahaldi í Þelamerkurskóla. Óskað er eftir svörum við tilteknum spurningum um skólahaldið.

Lögð fram drög að svörum við spurningunum.

 

2. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2010 fyrir Þelamerkurskóla. Skv. þeim er gert ráð að framlög sveitarfélaganna til skólans árinu 2010 verði 107.121 þús. kr.

Framkvæmdanefndin leggur til að við sveitarstjórnirnar að framlögð drög verði samþykkt.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 16:35.