Fundargerð - 02. desember 2002

Mánudaginn 2. desember 2002 kl. 20:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Mættir voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson og Helga Erlingsdóttir, sveitarstjóri.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Um var að ræða vinnufund sem fólst fyrst og fremst í að fara yfir fyrirliggjandi gögn og erindi sem endanlega verða afgreidd á næsta sveitarstjórnarfundi.

 

Þó var samþykkt að greiða reikning frá Valdísi Jónsdóttur talkennara vegna talkennslu barns á leikskólaaldri.

 

Sverrir Haraldsson mætti á fundinn v/byggingarframkvæmda á Melum. Búið er að setja upp grindina fyrir salernisaðstöðuna, parketið er komið og gólfflísarnar eru á leiðinni. Búið er sparsla fyrstu umferð. Sverrir kom sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið rætt um frágang á senugólfinu og er kostnaður við það verk miðað við parketlögn u.þ.b. kr. 200.000. Samþykkt samhljóða að senan verði parketlögð.

 

Davíð Gíslason óskar eftir afslætti á dráttarvöxtum á skuldum sínum við sveitarsjóð miðað við að hann greiði þær upp a fullu. Samþykkt að bjóðast til að fella niður 50% af dráttarvöxtum miðað við uppgreiðslu skulda.

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 23:35.

 

Birna Jóhannesdóttir, fundarritari