Frímiðar í sund

Fyrir jólin var íbúum Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps sendir frímiðar í sund í tilefni af því að þá var sundlaugin Þelamörk opnuð eftir að hafa verið lokuð í rúmlega 5 mánuði vegna umfangsmikilla endurbóta á henni. Hvert heimili fékk senda tvo frímiða fyrir hvern heimilismann 6 ára og eldri. Börn sem eru 5 ára og yngri fá alltaf frítt í sund á Þelamörk.

Mikil aðsókn hefur verið að sundlauginni Þelamörk síðan hún var opnuð aftur og hafa gestir verið á einu máli um að vel hafi til tekist með endurbæturnar. Sundlaugin er opin virka daga kl. 17-23, á laugardögum kl 10-18 og á sunnudögum kl 10-23. Á gamlársdag verður opið kl. 10-13, en lokað á nýársdag.

Fyrirhugað er að vígja endurbæturnar formlega föstudaginn 9. janúar nk.