Friðlýsing á hluta jarðarinnar Hóla

Umhverfisstofnun, Hörgársveit og landeigendur jarðarinnar Hóla hafa undanfarið unnið að undirbúningi að friðlýsingu hluta jarðarinnar Hóla í Öxnadal sem friðlands og hefur tillaga að friðlýsingsarskilmálum verið auglýst til kynningar.

Í tillögunni kemur fram að lagt er til að friðlýsingin nái til Hólahóla og Hóladals. Hólahólar eru hluti mikils berghlaups fyrir miðjum Öxnadal sem er bæði glæsilegt og tilkomumikið. Hóladalur er langur og grösugur dalur sem gengur suður til móts við Skjóldal í Eyjafirði. Á dalnum eru nokkur berghlaup og votlendi er allnokkurt. Í utanverðum Hóladal er miðja fornrar megineldstöðvar frá tertíer með öskju. 

Uppdrátt af svæðinu með sjá með því að smella hér og tillöguna að friðlýsingarskilmálunum má lesa hér. Frestur til að skila inn athugasemdum er til föstudagsins 21. mars 2014. Nánari upplýsingar veitir Hildur Vésteinsdóttir í netfanginu hildurv@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.