Framkvæmdir við Birkihlíð

Framkvæmdir halda áfram við Birkihlíð.  Flutt er í þau tvö hús sem upp eru komin. Undanfarið hafa verið steyptir grunnar að fleiri húsum og eða að 5 húsum til viðbótar og verið að byrja að reisa hús á einum þeirra.  Þá á aðeins eftir að steypa einn grunn, en áætlað er að húsin við Birkihlíð verði 8.

Þetta eru timburhús, íbúð og bílskúr.  Katla ehf. byggir húsin.

 

Mikil eftirspurn er eftir lóðum í sveitarfélagunu, en hörgull er á þeim.  Vonandi stendur það til bóta í framtíðinni  í kjölfar aðalskipulagsgerðar sem er að fara af stað um þessar mundir.

                                                                             HAErl.