Fræðslukvöld Kelikompunnar frestast

Fræðslukvöldi Kelikompunnar um sáningu og ræktun, sem vera átti  í kvöld, 25. mars, hefur verið frestað um eina viku. Fræðslukvöldið verður þriðjudaginn 1. apríl kl. 20:00 í gróðurhúsunum á bak við Gömlu gróðrarstöðina við Krókeyri á Akureyri. Jóhann Thorarensen, garðyrkjufræðingur, leiðbeinir.