Frá fjallskilanefnd

Þeir sauðfjáreigendur í Hörgárbyggð sem hafa allt sitt sauðfé í sauðheldum girðingum sumarlangt geta sótt um til fjallskilanefndar að vera undanþegnir fjallskilum fyrir sauðfé.

Umsóknin fyrir árið 2006 þarf að berast til fjallskilanefndar í  síðasta lagi 21. ágúst 2006. Í nefndinni eru: Guðmundur Skúlason, símar 462 6756 og 846 1589, Aðalsteinn Hreinsson, símar 462 6996 og 865 3910, og Stefán Karlsson, símar 462 5897 og 865 1777.