Forsetakosningar 2016 - utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016 fer fram á skrifstofum embættisins sem hér segir:

·Akureyri, Hafnarstræti 107, virka daga frá kl. 9:00 til 15:00. Frá 13. júní er opið til kl. 18:30. Laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. júní er opið frá kl. 14:00 til 17:00.

Laugardaginn 25. júní er opið frá kl. 10:00 til 18:00.

Kjörstaðir verða lokaðir þann 17. júní.

Minnt er á að kjósendur hafi persónuskilríki meðferðis.

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl.16 fjórum dögum fyrir kjördag.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum mun fara fram í samráði við forstöðumenn þeirra og verður auglýst frekar innan viðkomandi stofnana.

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is, hefur að geyma margvíslegar upplýsingar varðandi forsetakosningarnar.