Fólkvangur á Hrauni

Í dag undirritaði Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, auglýsingu um friðlýsingu meginhluta jarðarinnar Hrauns i Öxnadal sem fólkvangs. Markmiðið með stofnun fólkvangsins er að skapa varanlega og trausta umgjörð utan um þá útivist, náttúruskoðun og fræðslu sem fyrirhuguð er á jörðinni, jafnframt því að sýna fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, tilhlýðilega virðingu.

Á svæðinu er fjölbreytt landslag og náttúrufar, sérstaklega jarðmyndanir, og þar eru mikilvægar minjar um horfna búskaparhætti.

Undirskrift ráðherra fór fram við hátíðlega athöfn á Hrauni að viðstöddum fulltrúum umhverfisráðneytis, Umhverfisstofnunar, landeiganda sem er menningarfélagið Hraun í Öxnadal ehf., sveitarstjórnar Hörgárbyggðar og fleiri gesta.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kort yfir fólkvanginn má sjá með því að smella hér (mjög stórt skjal, 7,67 MB).