Flott útiskólasvæði Þelamerkurskóla

Í Þelamerkurskóla hefur markvisst verði unnið að uppbyggingu "útiskóla" undanfarna vetur. Síðustu vikur hefur verið unnið af kappi á útiskólasvæðinu. Sum húsin sem byrjað var á síðasta haust fóru illa í vetur og nokkur þeirra eyðilögðust. Þau voru löguð og ný gerð. Smíðuð voru meðal annars fuglahús og gerð skilti með nöfnum húsanna. Í gær var síðasti tíminn við þetta verk í vetur og þá voru grillaðir sykurpúðar og krakkarnir léku sér í leiktækjunum.  Nánar hér á heimasíðu Þelamerkurskóla.