Fjölskylduferð á Þverbrekkuvatn

Í sól og sumaryl sl. laugardag var árleg fjölskylduferð Umf. Smárans farin á Þverbrekkuvatn í Öxnadal. Þar var dorgað í gegnum ís, rennt sér í snjónum og veðurblíðunnar notið lungann úr deginum. Á myndinni sést hluti hópsins sem fór í fjölskylduferðina, sem taldi rúmlega 20 manns. Fararstjóri sem fyrr var Árni Arnsteinsson.