Fjölmenni á afmælishátíð

Í gær var haldið upp á 150 ára afmæli Bægisárkirkju. Kirkjan var troðfull og á meðal gesta voru fimm prestar auk sóknarprests, sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur. Kirkjukórinn söng m.a. Heill þér himneska orð eftir Gabriel Fauré undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttir, organista. Ritningarlestra lásu Bryndís Sóley Gunnarsdóttir og Jónína Þórdís Helgadóttir. Á eftir var veislukaffi á Melum. Sóknarpresturinn sagði þar frá hinni merku sögu kirkjunnar, sjá erindið hér.