Fjölgun í Hörgárbyggð

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur íbúum fjölgað í Hörgárbyggð um 5 umfram brottflutta á þriðja ársfjórðungi - júlí, ágúst og september.  Þá hefur fjölgað um 24 í Hörgárbyggð á þessu ári.  Ef við höldum þeirri tölu fram yfir áramót megum við vel við una, miðað við þróunina víða utan höfuðborgarsvæðisins.