Fjárhagsáætlun 2015

Sveitarstjórnin hefur samþykkt fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2015. Hún gerir ráð fyrir að skatttekjur á árinu verði 371,9 millj. kr. Rekstrarkostnaður, að frádregnum þjónustutekjum, er áætlaður 363,3 millj. kr. þannig að áætlaður rekstrarafgangur er 8,6 millj. kr. og áætlað er að veltufé frá rekstri árinu verði 37,7 millj. kr.

Í áætluninni er gert ráð fyrir endurbótum á húsnæði Þelamerkurskóla, en ekki liggur fyrir hvaða verkþáttur verði tekinn fyrir á árinu.

Fjárhagsáætlunin í heild er hér.