Fjárhagsáætlun 2014

Sveitarstjórn hefur samþykkt fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2014. Hún gerir ráð fyrir að skatttekjur á árinu verði 393,7 millj. kr. Rekstrarkostnaður, að frádregnum þjónustutekjum, er áætlaður 363,0 millj. kr. þannig að áætlaður rekstrarafgangur er 30,7 millj. kr. og áætlað er að veltufé frá rekstri árinu verði 57,7 millj. kr.

Í áætluninni er gert ráð fyrir endurbótum á húsnæði Þelamerkurskóla. Upphaflegt anddyri skólans verður stækkað, svo að unnt verði að taka það aftur í notkun sem aðalinngang skólans, og komið verður fyrir lyftu til að að koma aðgengismálum hreyfihamlaðra í viðunandi horf. Samhliða þessum framkvæmdum mun elsti hluti skólabyggingarinnar fá andlitslyftingu.

Fjárhagsáætlun í heild er hér.