Fiskvinnsla aftur á Hjalteyri

Innan skamms fer ný fiskvinnsla í gang á Hjalteyri. Arcticus Sea Products er norðlenskt fiskafurðafyrirtæki sem hefur undanfarin 2 ár þróað á Akranesi nýja aðferð við að búa til bitaharðfisk. Eftir að þeirri vinnu lauk ákváðu forsvarsmenn fyrirtækisins, Steingrímur Magnúson og Rúnar Friðriksson, að setja upp verksmiðju þess á Hjalteyri og eftir nokkra daga mun framleiðsla hennar hefjast. Varan mun fara bæði á innlendan og erlendan markað og til að byrja með er reiknað með 3-5 ársstörfum við framleiðsluna. Frekari vöruþróunar má vænta svo fljótlega eftir áramót ef áætlanir ná fram að ganga.