Fífilbrekkuhátíð að Hrauni

Sunnudaginn 16. júní verður árleg Fífilbrekkuhátíð haldin að Hrauni í Öxnadal. Hátíðin hefst með göngu frá Hrauni að Hraunsvatni og til baka. Lagt af stað kl. 9:00 frá Hrauni. 

Að lokinni göngu, klukkan 14:00, hefst hátíðardagskrá sem tileinkuð er Jónasi Hallgrímssyni þar sem Kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar syngur nokkur lög við ljóð Jónasar og félagar úr Leikfélagi Hörgdæla lesa úr verkum hans.  Bjarni E. Guðleifsson segir frá fyrsta klifri á Hraundranga árið 1956.

Allir velkomnir hvort sem er í gönguna  eða á dagskrána.