Fífilbrekkuhátíð á laugardag

Fífilbrekkuhátíð 2009
Menningarfélagið Hraun í Öxnadal heldur árlega Fífilbrekkuhátíð að Hrauni laugardaginn 9. júní næstkomandi.

Um morguninn efna Ferðafélagið Hörgur og Ferðafélag Akureyrar til gönguferðar á Halllok sem er norðurendi Drangafjalls, utan við Hraundranga. Klukkan 13:00 hefst stutt dagskrá á Hrauni, Þórhildur Örvarsdóttir syngur Jónasarlög og almennur söngur verður við harmonikkuundirleik Harðar Kristinssonar. Fjallað verður um orðasmíð Jónasar Hallgrímssonar, en hann var einn ötulasti nýyrðasmiður Íslandssögunnar.

Á Hrauni var lengst af einungis rafmagn frá heimarafstöð.

Hraun tengdist raforkukerfi landsins fyrst árið 2007 og var heimarafstöðin þá aflögð. Nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri hafa nú gert rafstöðina upp og mun oddviti Hörgárbyggðar stja hana formlega í gang. Nemendum VMA verður þakkað verkið á viðeigandi hátt.

Kaffisopi verður á boðstólum og eru allir velkomnir.