Fífilbrekkuhátíð 13. júní

Árleg Fífilbrekkuhátíð Menningarfélagsins Hrauns i Öxnadal verður laugardaginn 13. júní 2009 og hefst hún kl. 14:00. Aðalefni hátíðarinnar að þessu sinni er að Dansfélagið VEFARINN sýnir þjóðdansa. Opnað verður trjásafn (arboretum) sem komið verður upp í landi Hrauns og gerð grein fyrir næstu skrefum í starfsemi félagsins. Gönguferðir verða upp að Hraunsvatni og suður í Hraunin undir leiðsögn. Þá verður minningarstofan um Jónas Hallgrímsson opin og gestir fá þar leiðsögn og kynningu. Veitingasala verður á Engimýri allan daginn.