Eyfirski safnadagurinn vel sóttur

Það voru margir sem gerðu sér glaðan dag, síðastliðinn laugardag, þegar Eyfirski safnadagurinn var haldinn í sjöunda sinn.  Söfnin fengu hátt í 3.000 heimsóknir.  Það er því greinilegt að íbúar í Eyjafirði og ferðafólk kann vel að meta það að geta farið á milli forvitnilegra og fróðlegra safna í Eyjafirði.  Sögulegt fólk var þema dagsins, Vilhelmína Lever, Arthur Gook, Sverrir Hermannson, Agnar Kofoed Hansen, Stefán Stefánsson, Heiddi, Sigríður Jónsdóttir, Óskar Halldórsson, hjónin frá Kleifum, Matthías, Jóhann Svarfdælingur, Davíð og amtmaðurinn ásamt Jónum og Jónösum sem settu svip á samtíð sína.
Samsýning safnanna í Eyjafirði „ Komið – skoðið“ sem opnuð var á eyfirska safnadaginn hefur nú þegar fengið mikla athygli og mun standa í Leyningi í Hofi til 22. ágúst.