Evróvision-sigurvegarar úr Hörgárbyggð

Hörgárbyggð átti glæsilega fulltrúa í forkeppni Evróvision á dögunum. Þaðan eru tveir efstu flytjendur keppninnar, Eiríkur Hauksson og Friðrik Ómar. Faðir Eiríks, Haukur Eiríksson, fæddist í Ási á Þelamörk. Friðrik Ómar er sonur Hjörleifs frá Steinsstöðum og Sólveigar Gestsdóttur Júlíussonar sem var lengi á Neðri-Vindheimum. Móðir hennar, Erla á Auðnum, er frá Skútum í Glerárþorpi sem var í Glæsibæjarhreppi þegar hún fæddist þar og ólst upp.

Amma Eiríks og móðir Hauks, Laufey Haraldsdóttir, var systir Elísabetar á Öxnhóli, móður Huldu á Bægisá og Hreiðars á Öxnhóli, og bróðir Laufeyjar var Jóhann Ó. Haraldsson tónskáld á Akureyri. Haraldur var um tíma bóndi og organisti í Efri-Rauðalæk. Eiríkur Stefánsson afi Eiríks Haukssonar ólst upp í Skógum á Þelamörk.