Aðalskipulag Hörgársveitar 2024-2044

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 28. nóvember 2025 að vísa vinnslutillögu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Hörgársveitar 2024-2044 í kynningu samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulag þetta er endurskoðun á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024. Í Aðalskipulagi ber sveitarfélögum að setja fram stefnu og ákvarðanir sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar, um landnotkun, byggðaþróun og -mynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og atvinnu-og umhverfismál.

Vinnslutillagan er aðgengileg á skrifstofu Hörgársveitar milli 11. desember 2025 og 22. janúar 2026, á heimasíðu sveitarfélagsins (horgarsveit.is) og á vef Skipulagsgáttar (skipulagsgatt.is) undir málsnúmeri 825/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugsemdir við tillöguna til 22. janúars 2026 á vef Skipulagsgáttar.

Vinnslutillagan verður einnig kynnt á opnu húsi á sveitarskrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla 22. janúar 2026 frá kl 12-15. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

 

Geinagerð - vinnslutillaga

Uppdráttur

Forsendur og umhverfismatsskýrsla - vinnslutillaga

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi