Endurreisn sauðfjárræktarfélags

Frétt frá Guðmundi Skúlasyni á Staðarbakka.

Þann 29. janúar s.l. var haldinn fundur á Þúfnavöllum til undirbúnings endurreisnar Sauðfjárrætkarfélags Skriðuhrepps.  Fundurinn var boðaður í hinni fornu Myrkársókn.  Þrátt fyrir fallandi gengi sauðfjárbúskapar er óhætt að segja að áhugi og mæting hafi verið með eindæmum góð.  Á fundarstað mættu tæp 80% íbúanna auk Ólafs Vagnssonar ráðunautar.  Einhugur var mikill á fundinum og kjörin var 3ja manna nefnd til að undirbúa formlegan endurreisnarfund.  Stefnt er að honum fyrir afmæli félagsins þann 17. mars.