Endurbætur sundlaugar boðnar út

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í endurbætur á sundlauginni í  

Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk. Í útboðinu felst bygging tækjaklefa, eimbaðs og tveggja heitra potta, endurnýjun stýrikerfa og öryggisbúnaðar o.fl. Verkinu á að vera lokið 1. desember nk. Útboðsgögn fást afhent á Verkfræðistofu Norðurlands hf., Hofsbót 4, Akureyri. Tilboðin verða opnuð á sama stað 5. júní nk. Útboðsauglýsinguna í heild má lesa hér.