Endurbætur á Jónasarlaug

Hafnar eru endurbætur á Jónasarlaug á Þelamörk og því verður hún lokuð til 16. maí nk.  Á árinu 2008 voru gerðar mjög umfangsmiklar endurbætur á sundlauginni, sem tókust í alla stað mjög vel að því undanskildu að fljótlega kom í ljós galli í ákveðnu efni sem notað var til endurbótanna og keypt var erlendis frá. Gallinn olli því að flísar á sundlaugarbakkanum losnuðu. Endurbæturnar fela í sér að skipt verður um hið gallaða efni.

 

 

Jónasarlaug á Þelamörk er mjög fjölsótt sundlaug, enda ætíð heit og notaleg. Undanfarin ár hafa árlega komið yfir 50 þúsund gestir í hana.  Eftir endurbæturnar verður hún enn betur en áður í stakk búin að taka við sundiðkendum.

 

Íþróttasalurinn á Þelamörk verður opinn eins og áður.