Dylan-messa á sunnudagsköld

Dylanguðsþjónusta verður í Möðruvallaklausturskirkju sunnudagskvöldið 14. júlí kl. 20.30. Um er að ræða guðsþjónustu, þar sem tónlist eftir bandaríska tónlistarmanninn Bob Dylan verður leikin. Bob Dylan er frumherji á tónlistarsviðinu og hefur með tónlist sinni m.a. barist fyrir mannréttindum og miðlað trú. Fjallað verður um þennan merka listamann og ritningartextar lesnir, sem hafa t.a.m. haft áhrif á textasmíð hans. Snorri Guðvarðsson og Krossbandið munu flytja lög eftir Dylan. Byrjað verður að spila kl. 20.00. Prestshjónin sr. Sunna Dóra Möller og sr. Bolli Pétur Bollason þjóna fyrir altari. Verið öll hjartanlega velkomin!