Drög að skólastefnu

Nú liggja fyrir drög að fyrstu útgáfu að skólastefnu fyrir sveitarfélagið, sem eru gerð í samræmi við ákvæði í lögum um skólamál. Þar segir að slík stefnumörkun skuli vera til í öllum sveitarfélögum. Drögin er hægt að lesa með því að smella hér.

 

Drögin skiptast í þrjá meginkafla: skólaumhverfið, framtíðarsýn, mat og endurskoðun. Í miðkaflanum kemur fram stefna sveitarfélagsins í skólamálum. Honum skipt í sjö eftirfarandi kafla: Nám og kennsla, sérstaða, skil milli skólastiga, aðbúnaður, starfsfólk, nærsamfélagið, félagslíf. Hver kafli skiptist svo annars vegar í markmið og hins vegar í leiðir að því í hverju tilviki.

 

Vinna við gerð skólastefnunnar hófst í upphafi ársins. Hún fór fram í samvinnu við starfsmenn Álfasteins og Þelamerkurskóla og fulltrúa foreldra barnanna í skólunum.

 

Gert er ráð fyrir að drögin verði lögð fyrir fræðslunefndina síðar í þessum mánuði og svo fyrir sveitarstjórnina í framhaldi af því. Fyrirspurnum og ábendingum um drögin má beina til sveitarstjóra, með því að senda tölvupóst á snorri@horgarsveit.is