Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis auglýst

Auglýst hefur verið tillaga að deiliskipulagi nýs verslunar- og þjónustusvæðis við Lækjarvelli í Hörgárbyggð. Svæðið er austan við hringveg nr. 1 og norðan Blómsturvallavegar, u.þ.b. 1 km norðan við Húsasmiðjuna. Svæðið er 17,5 ha að stærð og þar er gert er ráð fyrir 21 lóð, af ýmsum stærðum og gerðum.

Athugasemdafrestur við deiliskipulagstillöguna er til 30. maí 2007. Sjá nánar hér.