Deiliskipulag Dysnesi

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti þann 17. mars 2016 deiliskipulag fyrir hafnar-, athafna- og iðnaðarsvæði á Dysnesi í Hörgársveit.
Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu athafna- og iðnaðarsvæðis auk hafnar og hafnsækinnar starfsemi.
Deiliskipulagið hefur fengið málsmeðferð samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.
Hörgársveit, 20. apríl 2016.
Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
__________
B-deild – Útgáfud.: 6. maí 2016