Dagur leikskólans var í gær

Dagur leikskólans var í gær og af því tilefni afhenti Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri á Álfasteini, Guðmundi Sigvaldasyni, sveitarstjóra, veggspjald með gullkornum leikskólabarna héðan og þaðan af landinu. Dæmi um gullkornin eru: Strákur átti afmæli og var mjög spenntur. Hann segir: "Nú er ég 5 ára, það er heil hendi." Barn heyrir orðið frumskógir og segir: "Ég á ekki frumskóg, ég á bara kuldaskó."