Breytt skóladagatal í Þelamerkurskóla

Fræðslunefnd samþykkti í gær breytt skóladagatal fyrir Þelamerkurskóla skólaárið 2014-2015. Meginbreytingin er að skólasetning verður 28. ágúst, þ.e. viku síðar en fyrra skóladagatal skólaársins gerði ráð fyrir. Ástæðan er sú að yfirstandandi framkvæmdir við breytingar á skólahúsnæðinu hafa tekið lengri tíma en áætlað var vegna umfangsmikilla óhjákvæmilegra viðbótarverka, sem komið hafa til á verktímanum. Breytt skóladagatal má sjá með því að smella hér. Nánar á heimasíðu skólans, sjá hér.