Breytingar framundan á Möðruvöllum

Á fundi 21. mars sl. með stjórnendum Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Möðruvalla ehf. sem rekur kúabúið á Möðruvöllum var ákveðið að hætta þar mjólkurframleiðslu frá og með 1. september 2012.  Engar breytingar verða á starfssemi LbhÍ á Möðruvöllum þar sem áfram verður rekin starfsstöð með aðaláherslu á jarðræktarrannsóknir. 

Með því að leggja kúabúið niður verða óumflýjanlegar breytingar á rekstri jarðarinnar. Ræktunar- og beitilönd sem og fasteignir verða leigð út til aðila sem eru tilbúnir að nýta margbreytilega kosti jarðarinnar til atvinnusköpunnar í samvinnu við staðarhaldara sem eru LbhÍ, Amtmannssetrið og sóknarprestur. Staðarhaldarar starfa eftir sameiginlegri stefnu sem hefur það markmið að halda uppi reisn Möðruvalla sem höfuðbóls.