Breyting á aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Blöndulínu 3

Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst mótun stefnu um lagnaleið Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu frá Blöndustöð að Rangárvöllum á Akureyri, innan sveitarfélagsmarka Hörgársveitar. Skipulagstillagan er aðgengileg inn á heimasíðu sveitarfélagsins www.horgarsveit.is og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerinu 793/2024. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri umsögnum við tillöguna. Umsagnir skulu berast skriflega í gegnum Skipulagsgáttina eða með tölvupósti á sbe@sbe.is í síðasta lagi 08.12.2025. Opið hús verður haldið á skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla þann 10.11.2025 kl. 13:00 – 15:00 þar sem tillagan liggur frammi. Fulltrúi sveitarstjórnar og skipulagsfulltrúi verða á staðnum til að veita nánari upplýsingar og svara fyrirspurnum.

Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðar Arnar Ólafsson

Uppdráttur

Greinagerð