Barnmarga boðhlaupssveitin

Í gær fór fram 2. hluti aldursflokkamóts UMSE í frjálsum íþróttum á Akureyrarvelli. Það er haldið samhliða Akureyrarmóti sem Ungmennafélag Akureyrar (UFA) heldur.

Í 1. hluta mótsins, sem var 9. ágúst sl., vakti athygli sveit kvenna í 4x100 m boðhlaupi frá Umf. Smáranum í Hörgárbyggð. Konurnur í henni eiga samtals 13 börn og er það sennilega Íslandsmet. Sveitin náði 2. sæti á mótinu á tímanum 1:05,20. Sveitina skipa, talið f.v.: Brynhildur Bjarnadóttir, Jónína Garðarsdóttir, Sigrún Sverrisdóttir og Sigríður Kristín Sverrisdóttir.