Bakkavarnir við Hörgá

Hörgá hefur í gegnum tíðinni oft flæmst víða um bakka sína og oft valdið skaða á ræktunarlöndum. Bændur hafa því löngum reynt að hamla gegn því með grjótvörnum og öðrum ráðstöfunum. Í gær var verið að færa stórgrýti sem fyrir löngu hafði verið sett við austurbakka árinnar á móts við Þelamerkurskóla, en hafði þar misst gildi sitt, og nota það við að beina ánni frá vesturbakkanum á sömu slóðum.

Hörgá er 52 km að lengd með 710 km2 vatnasvið. Rennsli hennar hefur ekki verið mælt en það er mjög sveiflukennt.