Axel oddviti - Snorri sveitarstjóri

Á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar Hörgársveitar þann 14. júní 2018 var Axel Grettisson samhljóða kjörinn oddviti og Jón Þór Benediktsson samhljóða kjörinn varaoddviti kjörtímabilið 2018-2022.

Þá var á sama fundi samþykkt samhljóða endurráðning Snorra Finnlaugssonar sem sveitarstjóra Hörgársveitar.