Aurskriða í Öxnadal

Í gærmorgun féll stór aurskriða við Steinsstaði II í Öxnadal. Hún skemmdi töluvert af túnum, og girðingar líka. Myndin til vinstri sýnir skriðuna frá gamla veginum, hér er mynd sem sýnir hana frá þjóðvegi.

Þá eyðilagðist gamalt fjárhús í Mið-Samtúni í ofsaveðrinu á dögunum, sjá mynd hér þar sem sést að búið er að fergja hluta af brakinu úr húsinu og svo er önnur hér.