Atvinna - Heilsuleikskólinn Álfasteinn

Heilsuleikskólinn Álfasteinn í Hörgársveit óskar eftir að ráða kennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi í 75 - 100 % stöðu frá og með 15. febrúar nk. eða eftir samkomulagi.

Leikskólinn er 4ra deilda skóli fyrir börn á aldrinum 1 til 6 ára.
Einkunnarorð skólans eru “Með sól í hjarta”

Mikil áhersla er lögð á gleði og vellíðan barna, næringu, hreyfingu, listsköpun og frjálsan leik. Einnig er unnið með jákvæðan aga (Positive Discipline) og er skólinn á Grænni grein.
Við leitum eftir fólki sem hefur gleði og ánægju af að starfa með börnum.
Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Vinnuumhverfi leikskólans er gott, nýtt húsnæði, góður starfsandi og „Betri vinnutími“ er tekinn í haustfríi, vetrarfríi, dymbilviku, milli jóla og nýjárs, auk þess lokar leikskólinn 14:15 á föstudögum. Starfsfólk Hörgársveitar á kost á lýðheilsustyrk í formi árskorts í sund í Jónasarlaug án greiðslu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
· Að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs
· Að taka þátt í foreldrasamstarfi í samráði við deildarstjóra
· Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Starfsleyfi sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
· Reynsla af uppeldis og kennslustörfum æskileg
· Jákvæðni, félagslyndi og góð færni í samskiptum
· Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
· Mjög góð færni í íslensku
· Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara. Starfið hentar öllum kynjum. Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasöm að sækja um óháð kyni og uppruna. Til greina kemur að ráða leiðbeinendur, fáist ekki kennarar í starfið, og eru þá laun samkvæmt kjarasamningi Einingar/Iðju og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 31. desember nk. og skal umsóknum skilað, ásamt ferilskrá á alfasteinn@horgarsveit.is Upplýsingar gefur Hugrún Hermannsdóttir skólastjóri í síma 460-1760 eða á netfangið alfasteinn@horgarsveit.is