Atburðir í Hörgárbyggð í sumar

Blíðskaparsumar.

Sumarið hefur verið með eindæmum gott  hér í Hörgárbyggð í sumar eins og víðast annars staðar á landinu.  En verðurblíðan hefur haft í för með sér mikinn þurrk þannig að farið er að bera á vatnsskorti og tún hafa víða brunnið.

Sláttur hófst um mánaðamót maí - júní og einhver tún hafa verið slegin þrisvar.  Nú er verið að slá kornakrana sem voru orðnir fallega bleikir. 

 

Framkvæmdir.

Verið er að byggja 3 hús í hverfinu norðan Lónsár.  Eitt í Skógarhlíð og tvö við nýja götu við Birkihlíð.

Á Dagverðareyri er verið að byggja fjós, á Tréstöðum er verið að stækka íbúðarhúsið.

Komið er upp frístundahús á Molhaugnahálsi, sem KB-banki á.

Til stendur að bæta við orlofshúsum í Fögruvík og æ fleiri einstaklingar byggja sér sumarhús hér í sveitarfélaginu.

 

Aftur er hafinn rekstur í Gistihúsinu á Engimýri, þar hafa verið mjög vinsæl kaffihlaðborð á sunnudögum í sumar og margir ferðalangar hafa nýtt sér þá ágætis gistiaðstöðu sem þarna er.

Þá var opnað veitingahús á Hálsi í Öxnadal, sem ber nafnið Halastjarna.  Þar er hægt að fá veislumáltíðir fyrir einstaklinga og hópa og gerður er góður rómur að.

 

Viðburðir.

Þann 13. júní var haldinn "Fífilbrekkuhátíð" á Hrauni í Öxnadal. Yfir 100 manns sóttu hátíðna, sem áætlað er að verði álegur viðburður.

Þann 18. júlí var "Gásadagur".  Messað var þar sem rústir kirkju hafa verið grafnar upp frá þeim tíma er kaupstaður var á Gásum.  Sagt frá uppgreftrinum sem þarna á sér stað og veitingar í boði.

Ungmennafélagið Smárinn var með fjölskylduhátíð á vellinum við Mela í Hörgárdal dagana 7. og 8. ágúst í eindæma veðurblíðu.  Þarna komu saman allir aldurshópar.  Keppt var í íþróttum, grillað og haft gaman.  Þetta framtak ung-mennafélagsins er til mikillar fyrirmyndar.

 

Nú haustar að.

Þelamerkurskóli var settur þriðjudaginn 24. ágúst.  Í skólanum eru 101 nemandi.

Göngur og réttir nálgast óðfluga.

 

Nánar verður gert grein fyrir atburðum sumarsins með myndum, næstu daga.