Ársreikningur Hörgársveitar 2019

Ársreikningur Hörgársveitar 2019 var samþykktur á fundi sveitarstjórnar 28.maí 2020.

Samkvæmt ársreikningi 2019 urðu rekstrartekjur alls 764,8 millj. kr. og rekstrargjöld 697,3 millj. kr. á árinu 2019. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 5,1 millj. kr.  Heildarrekstrarniðurstaða á árinu varð því jákvæð upp á 62,4 millj. kr.

Eigið fé í árslok er 740,3 millj. kr. Veltufé frá rekstri á árinu var 80,4 millj. kr.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum var 114,9 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar hækkuðu um kr. 31,3 millj á árinu og eru skuldir í árslok 30,7% af tekjum. Handbært fé í árslok var 117,4 millj. kr. og jókst um 31,2 millj. kr. milli ára.

Þessi sterka fjárhagsstaða mun koma sér vel á þessu ári þegar búast má við tímabundnu tekjufalli og miklar framkvæmdir verða á vegum sveitarfélagsins.
Ársreikninginn má sjá hér: