Jákvæður ársreikningur Hörgársveitar 2017

Ársreikningur Hörgársveitar 2017 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 10.apríl 2018.
Samkvæmt ársreikningnum urðu rekstrartekjur alls 620,7 millj. kr. og rekstrargjöld 586,2 millj. kr. á árinu 2017. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 5,5 millj. kr.
Heildarrekstrarniðurstaða á árinu 2017 varð því jákvæð um á 29,0 millj. kr.
Eigið fé í árslok er 598,6 millj. kr. Veltufé frá rekstri á árinu var 72,0 millj. kr.
Nettó fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum var 11,0 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar lækkuðu um 21,2 millj. kr. á árinu og eru skuldir í árslok 23,2% af tekjum en voru 31,9% í lok árs 2016.
Handbært fé í árslok var 72,5 millj. kr. og jókst um 40,2 millj. kr. á milli ára.
Ársreikninginn má sjá hér.