Ársreikningur 2013

Ársreikningur sveitarsjóðs Hörgársveitar og stofnana hans fyrir árið 2013 liggur fyrir. Meginniðurstaða hans er að heildartekjur (velta) sveitarsjóðsins á árinu var 443,3 millj. kr. og afgangur af rekstri var 10,8 millj. kr., sem er svipað og varð árið á undan. Veltufé frá rekstri var 35,5 millj. kr., sem einnig er svipað og árið á undan. Langtímaskuldir í árslok voru 109,0 millj. kr. og lækkuðu þær um 14,9 millj. kr. á árinu. Ársreikninginn í heild má lesa með því að smella hér.